Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 16:01 Sérfræðingar segja illa farið með unga rússneska hermenn í herþjálfuninni. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira