„Leit aldrei á þetta þannig að það væri búið að negla einhverja stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 11:30 Rúnar Alex, sem er 27 ára gamall, hefur leikið 12 A-landsleiki. Getty/Matthew Pearce Rúnar Alex Rúnarsson segir að í yfirstandandi landsliðstörn gefist sér mjög gott tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um markmannsstöðuna í íslenska landsliðinu. Ísland mætir Finnlandi á morgun og Spáni næsta þriðjudag í vináttulandsleikjum á Spáni. Nú þegar Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna, eftir að hafa varið mark íslenska landsliðsins í áratug með glæsibrag, er hörð barátta um að taka við sæti hans. Rúnar Alex lék tvo leiki í undankeppni HM síðasta haust en eftir kveðjuleik Hannesar gegn Þýskalandi tók hinn ungi Elías Rafn Ólafsson við keflinu og lék síðustu fjóra leikina í undankeppninni. Á þessum tíma var Rúnar Alex ekki að spila með sínu félagsliði en hann hefur nú fest sig í sessi sem aðalmarkvörður OH Leuven í Belgíu, að láni frá Arsenal. Núna er Elías Rafn auk þess meiddur, eftir að hafa handleggsbrotnað, og því ekki með á Spáni. Er þá ekki törnin núna tækifærið fyrir Rúnar Alex til að stimpla sig aftur inn sem aðalmarkvörður Íslands? „Var aldrei búinn að gefa upp vonina“ „Já og nei. Hann stóð sig vel í fyrra en við erum bara að þróa liðið enn þá og ég leit aldrei á þetta þannig að það væri búið að negla einhverja stöðu, þó að hann væri búinn að koma sér í góða stöðu,“ sagði Rúnar Alex við blaðamann í gegnum tölvuna á Spáni í gær. Patrik Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Halldóri Björnssyni markmannsþjálfara, á Spáni í vikunni.@footballiceland „Það er svo ógeðslega stutt á milli í fótbolta. Það líða núna fimm mánuðir á milli leikja og margt sem getur breyst á þeim tíma. Ég var aldrei búinn að gefa upp vonina og hef aldrei gefist upp á mínum ferli. Auðvitað er þetta mjög gott tækifæri fyrir mig núna,“ sagði Rúnar Alex. Auk hans eru þeir Patrik Gunnarsson, markvörður Viking í Noregi, og Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings í Reykjavík, í landsliðshópnum núna. „Við ætlum bara að gera þetta allir saman og reyna að þróa liðið saman. Við þurfum allir að nýta þá sénsa sem við fáum,“ sagði Rúnar Alex. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Nú þegar Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna, eftir að hafa varið mark íslenska landsliðsins í áratug með glæsibrag, er hörð barátta um að taka við sæti hans. Rúnar Alex lék tvo leiki í undankeppni HM síðasta haust en eftir kveðjuleik Hannesar gegn Þýskalandi tók hinn ungi Elías Rafn Ólafsson við keflinu og lék síðustu fjóra leikina í undankeppninni. Á þessum tíma var Rúnar Alex ekki að spila með sínu félagsliði en hann hefur nú fest sig í sessi sem aðalmarkvörður OH Leuven í Belgíu, að láni frá Arsenal. Núna er Elías Rafn auk þess meiddur, eftir að hafa handleggsbrotnað, og því ekki með á Spáni. Er þá ekki törnin núna tækifærið fyrir Rúnar Alex til að stimpla sig aftur inn sem aðalmarkvörður Íslands? „Var aldrei búinn að gefa upp vonina“ „Já og nei. Hann stóð sig vel í fyrra en við erum bara að þróa liðið enn þá og ég leit aldrei á þetta þannig að það væri búið að negla einhverja stöðu, þó að hann væri búinn að koma sér í góða stöðu,“ sagði Rúnar Alex við blaðamann í gegnum tölvuna á Spáni í gær. Patrik Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Halldóri Björnssyni markmannsþjálfara, á Spáni í vikunni.@footballiceland „Það er svo ógeðslega stutt á milli í fótbolta. Það líða núna fimm mánuðir á milli leikja og margt sem getur breyst á þeim tíma. Ég var aldrei búinn að gefa upp vonina og hef aldrei gefist upp á mínum ferli. Auðvitað er þetta mjög gott tækifæri fyrir mig núna,“ sagði Rúnar Alex. Auk hans eru þeir Patrik Gunnarsson, markvörður Viking í Noregi, og Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings í Reykjavík, í landsliðshópnum núna. „Við ætlum bara að gera þetta allir saman og reyna að þróa liðið saman. Við þurfum allir að nýta þá sénsa sem við fáum,“ sagði Rúnar Alex. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira