„Leit aldrei á þetta þannig að það væri búið að negla einhverja stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 11:30 Rúnar Alex, sem er 27 ára gamall, hefur leikið 12 A-landsleiki. Getty/Matthew Pearce Rúnar Alex Rúnarsson segir að í yfirstandandi landsliðstörn gefist sér mjög gott tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um markmannsstöðuna í íslenska landsliðinu. Ísland mætir Finnlandi á morgun og Spáni næsta þriðjudag í vináttulandsleikjum á Spáni. Nú þegar Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna, eftir að hafa varið mark íslenska landsliðsins í áratug með glæsibrag, er hörð barátta um að taka við sæti hans. Rúnar Alex lék tvo leiki í undankeppni HM síðasta haust en eftir kveðjuleik Hannesar gegn Þýskalandi tók hinn ungi Elías Rafn Ólafsson við keflinu og lék síðustu fjóra leikina í undankeppninni. Á þessum tíma var Rúnar Alex ekki að spila með sínu félagsliði en hann hefur nú fest sig í sessi sem aðalmarkvörður OH Leuven í Belgíu, að láni frá Arsenal. Núna er Elías Rafn auk þess meiddur, eftir að hafa handleggsbrotnað, og því ekki með á Spáni. Er þá ekki törnin núna tækifærið fyrir Rúnar Alex til að stimpla sig aftur inn sem aðalmarkvörður Íslands? „Var aldrei búinn að gefa upp vonina“ „Já og nei. Hann stóð sig vel í fyrra en við erum bara að þróa liðið enn þá og ég leit aldrei á þetta þannig að það væri búið að negla einhverja stöðu, þó að hann væri búinn að koma sér í góða stöðu,“ sagði Rúnar Alex við blaðamann í gegnum tölvuna á Spáni í gær. Patrik Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Halldóri Björnssyni markmannsþjálfara, á Spáni í vikunni.@footballiceland „Það er svo ógeðslega stutt á milli í fótbolta. Það líða núna fimm mánuðir á milli leikja og margt sem getur breyst á þeim tíma. Ég var aldrei búinn að gefa upp vonina og hef aldrei gefist upp á mínum ferli. Auðvitað er þetta mjög gott tækifæri fyrir mig núna,“ sagði Rúnar Alex. Auk hans eru þeir Patrik Gunnarsson, markvörður Viking í Noregi, og Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings í Reykjavík, í landsliðshópnum núna. „Við ætlum bara að gera þetta allir saman og reyna að þróa liðið saman. Við þurfum allir að nýta þá sénsa sem við fáum,“ sagði Rúnar Alex. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Nú þegar Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna, eftir að hafa varið mark íslenska landsliðsins í áratug með glæsibrag, er hörð barátta um að taka við sæti hans. Rúnar Alex lék tvo leiki í undankeppni HM síðasta haust en eftir kveðjuleik Hannesar gegn Þýskalandi tók hinn ungi Elías Rafn Ólafsson við keflinu og lék síðustu fjóra leikina í undankeppninni. Á þessum tíma var Rúnar Alex ekki að spila með sínu félagsliði en hann hefur nú fest sig í sessi sem aðalmarkvörður OH Leuven í Belgíu, að láni frá Arsenal. Núna er Elías Rafn auk þess meiddur, eftir að hafa handleggsbrotnað, og því ekki með á Spáni. Er þá ekki törnin núna tækifærið fyrir Rúnar Alex til að stimpla sig aftur inn sem aðalmarkvörður Íslands? „Var aldrei búinn að gefa upp vonina“ „Já og nei. Hann stóð sig vel í fyrra en við erum bara að þróa liðið enn þá og ég leit aldrei á þetta þannig að það væri búið að negla einhverja stöðu, þó að hann væri búinn að koma sér í góða stöðu,“ sagði Rúnar Alex við blaðamann í gegnum tölvuna á Spáni í gær. Patrik Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Halldóri Björnssyni markmannsþjálfara, á Spáni í vikunni.@footballiceland „Það er svo ógeðslega stutt á milli í fótbolta. Það líða núna fimm mánuðir á milli leikja og margt sem getur breyst á þeim tíma. Ég var aldrei búinn að gefa upp vonina og hef aldrei gefist upp á mínum ferli. Auðvitað er þetta mjög gott tækifæri fyrir mig núna,“ sagði Rúnar Alex. Auk hans eru þeir Patrik Gunnarsson, markvörður Viking í Noregi, og Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings í Reykjavík, í landsliðshópnum núna. „Við ætlum bara að gera þetta allir saman og reyna að þróa liðið saman. Við þurfum allir að nýta þá sénsa sem við fáum,“ sagði Rúnar Alex. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti