Innlent

Fram­sókn og fram­fara­sinnar sam­þykkja lista í Rang­ár­þingi eystra

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Guri Hilstad Ólason eru í fjórum efstu sætum listans.
Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Guri Hilstad Ólason eru í fjórum efstu sætum listans. Aðsend

Framsóknarflokkurinn og aðrir framfarasinnar í Rangárþingi eystra hafa birt framboðslista sinn vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí. Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri er í efsta sæti listans.

Listinn var samþykktur á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Rangæinga fyrr í dag en uppstillinganefnd hefur unnið að skipan listans undanfarnar vikur. 

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri skipar efsta sæti listans líkt og fyrir fjórum árum síðan. Þá hlaut listinn þrjá menn kjörna af sjö í sveitarstjórn og tapaði meirihlutanum. 

Sjálfstæðismenn og lýðræðissinnar mynda breiðan meirihluta ásamt Framsókn og framfarasinnum en Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var sveitarstjóri fyrstu tvö árin áður en Lilja tók við árið 2020. Flokkarnir eru samtals með sex fulltrúa af sjö í sveitarstjórn.

Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

  1. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri 
  2. Rafn Bergsson, bóndi
  3. Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri
  4. Guri Hilstad Ólason, kennari
  5. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir, starfsmaður á Kirkjuhvol
  6. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar
  7. Stefán Friðrik Friðriksson, sérfræðingur í markaðsmálum
  8. Ingibjörg Marmundsdóttir, eldri borgari
  9. Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðbeinandi og þjálfari
  10. Oddur Helgi Ólafsson, nemi
  11. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
  12. Konráð Helgi Haraldsson, bóndi
  13. Ágúst Jensson, bóndi
  14. Ásta Brynjólfsdóttir, sérkennari


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×