Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2022 16:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári. Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent