„Mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 14:05 Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki. vísir/Jónína „Það er öðruvísi en mjög gaman,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson um það hvernig það sé að vera nú kominn með pabba sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari fékk Jóhannes Karl inn sér til aðstoðar í janúar og Skagamaðurinn er því í fyrsta sinn með landsliðinu sem þjálfari nú þegar það er komið til Spánar, vegna vináttulandsleikja við Finnland og Spán. „Fyrst og fremst, sem leikmaður liðsins, er ég mjög ánægður með að hafa hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þetta, ég veit hversu góður þjálfari hann er og hann mun hjálpa okkur mjög mikið. Sem sonur hans er mjög skemmtilegt að fá að hitta hann aðeins meira,“ segir Ísak sem ræddi við fjölmiðlamenn í gegnum tölvuna frá Spáni í dag. Áður en að Jóhannes Karl hóf þjálfaraferil sinn lék hann 34 A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark, rétt eins og hinn 18 ára gamli Ísak hefur nú gert í fyrstu tíu A-landsleikjum sínum. Engin stríðni frá liðsfélögunum Ísak fagnar því mjög að hafa fengið pabba sinn inn í þjálfarateymi landsliðsins og Ísak segist hafa sloppið við pabbatengda stríðni frá liðsfélögunum hingað til: „Þetta er mjög eðlilegt allt saman. Í fortíðinni hefur auðvitað verið mikið um tengingar í íslenska landsliðinu svo þetta er ekkert nýtt, og ég finn ekkert fyrir því núna,“ segir Ísak en til að mynda léku bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen með landsliðinu þegar Eiður Smári, forveri Jóhannesar Karls, var aðstoðarlandsliðsþjálfari. Pabbinn og Arnar með skýra sýn varðandi varnarleikinn Ísak hefur alla tíð fengið góða leiðsögn frá pabba sínum: „Við tölum mjög mikið saman um fótbolta utan vallar. Ég heyri reglulega í honum eftir leiki og ég held að við munum bara halda í það núna þegar við erum saman í liði. Svo er líka bara mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp, hvar sem maður er. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ísak. En hvað kemur Jóhannes Karl með sem þjálfari inn í landsliðið? „Hann er með mjög svipaða sýn á fótbolta og Arnar. Við viljum halda áfram að þróa okkar system, með hápressuna og hvernig við verjumst sérstaklega. Við vitum að við erum með mjög góða leikmenn innanborðs, sem eru með mikil gæði, og ef við náum að stilla okkur saman í varnarleiknum þá getum við gert mjög góða hluti. Ég held að hann [Jóhannes Karl] og Arnar séu með skýra sýn um hvernig þeir ætli að gera þetta á þessu ári.“ Ísland mætir Finnlandi á laugardaginn klukkan 16, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo Spáni næstkomandi þriðjudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Þjóðadeildina í júní. Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari fékk Jóhannes Karl inn sér til aðstoðar í janúar og Skagamaðurinn er því í fyrsta sinn með landsliðinu sem þjálfari nú þegar það er komið til Spánar, vegna vináttulandsleikja við Finnland og Spán. „Fyrst og fremst, sem leikmaður liðsins, er ég mjög ánægður með að hafa hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þetta, ég veit hversu góður þjálfari hann er og hann mun hjálpa okkur mjög mikið. Sem sonur hans er mjög skemmtilegt að fá að hitta hann aðeins meira,“ segir Ísak sem ræddi við fjölmiðlamenn í gegnum tölvuna frá Spáni í dag. Áður en að Jóhannes Karl hóf þjálfaraferil sinn lék hann 34 A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark, rétt eins og hinn 18 ára gamli Ísak hefur nú gert í fyrstu tíu A-landsleikjum sínum. Engin stríðni frá liðsfélögunum Ísak fagnar því mjög að hafa fengið pabba sinn inn í þjálfarateymi landsliðsins og Ísak segist hafa sloppið við pabbatengda stríðni frá liðsfélögunum hingað til: „Þetta er mjög eðlilegt allt saman. Í fortíðinni hefur auðvitað verið mikið um tengingar í íslenska landsliðinu svo þetta er ekkert nýtt, og ég finn ekkert fyrir því núna,“ segir Ísak en til að mynda léku bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen með landsliðinu þegar Eiður Smári, forveri Jóhannesar Karls, var aðstoðarlandsliðsþjálfari. Pabbinn og Arnar með skýra sýn varðandi varnarleikinn Ísak hefur alla tíð fengið góða leiðsögn frá pabba sínum: „Við tölum mjög mikið saman um fótbolta utan vallar. Ég heyri reglulega í honum eftir leiki og ég held að við munum bara halda í það núna þegar við erum saman í liði. Svo er líka bara mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp, hvar sem maður er. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ísak. En hvað kemur Jóhannes Karl með sem þjálfari inn í landsliðið? „Hann er með mjög svipaða sýn á fótbolta og Arnar. Við viljum halda áfram að þróa okkar system, með hápressuna og hvernig við verjumst sérstaklega. Við vitum að við erum með mjög góða leikmenn innanborðs, sem eru með mikil gæði, og ef við náum að stilla okkur saman í varnarleiknum þá getum við gert mjög góða hluti. Ég held að hann [Jóhannes Karl] og Arnar séu með skýra sýn um hvernig þeir ætli að gera þetta á þessu ári.“ Ísland mætir Finnlandi á laugardaginn klukkan 16, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo Spáni næstkomandi þriðjudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Þjóðadeildina í júní.
Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira