Fótbolti

Ísak Bergmann yngsti markaskorari landsliðsins frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson átti flotta innkomu í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson átti flotta innkomu í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ísak Bergmann Jóhannesson sett nýtt met í kvöld þegar hann jafnaði metin á móti Armeníu í undankeppni HM. Hann er yngsti markaskorari landsliðsins, bæði í landsleik og í keppnisleik.

Ísak Bergmann kom inn á sem varamaður í hálfleik og jafnaði metin á 77. mínútu.

Ísak Bergmann bætti þar með met þeirra Lárusar Guðmundssonar og frænda síns Bjarna Guðjónssonar.

Ísak bætti met Lárusar um aðeins sex daga yfir yngsta markaskorara landsliðsins frá upphafi.

Lárus var átján ára, sex mánaða og 21 dags gamall þegar hann skoraði fyrir Ísland í vináttulandsleik á móti Grænlandi í júlí 1980.

Ísak Bergmann er átján ára, sex mánaða og fimmtán daga gamall í dag.

Ísak bætti einnig met frænda síns Bjarna Guðjónssonar sem var yngsti markaskorari Íslands í keppnisleik fyrir leikinn í kvöld.

Bjarni var átján ára, sjö mánaða og fimmtán daga gamall þegar hann skoraði í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM árið 1997.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.