Innlent

Staða ó­lígar­kans sem kjör­ræðis­maður Ís­lands ekki í hættu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir málin til skoðunar innan ráðuneytisins en ekkert hafi komið í ljós sem bendir til þess að ríkið hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að refsiaðgerðir Evrópusambandsins bitnuðu ekki á Moshensky.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir málin til skoðunar innan ráðuneytisins en ekkert hafi komið í ljós sem bendir til þess að ríkið hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að refsiaðgerðir Evrópusambandsins bitnuðu ekki á Moshensky. Vísir/Vilhelm

Utanríkisráðherra segir ekki standa til að svipta hvítrússeskan ólígarka titli kjörræðissmanns gagnvart Íslandi. Ekkert nýtt hafi komið fram um hans viðskiptahætti eða samband við einræðisherra Hvíta-Rússlands á síðustu dögum.

Það er hvít­rúss­neski ó­lígar­kinn Aleksander Mos­hen­sky sem er kjör­ræðis­maður Ís­lands í Hvíta-Rúss­landi.

Um­fjöllun Stundarinnar um hann hefur vakið gríðar­lega at­hygli en þar eru ís­lensk stjórn­völd sögð hafa beitt sér í­trekað fyrir því að Mos­hen­sky yrði ekki beittur refsi­að­gerðum af Evrópu­sam­bandinu.

Þetta á að hafa gerst fyrir tíð nú­verandi utan­ríkis­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, síðast árið 2020. Þór­dís segir það til­vik hafa verið skoðað innan ráðu­neytisins og í ljós komið að það hafi ekki beitt sér sér­stak­lega fyrir því að Mos­hen­sky yrði ekki á lista Evrópu­sam­bandsins yfir Hvít­rússa sem yrðu beittir refsi­að­gerðum.

„Síðan þá veit ég ekki til þess að þetta hafi nokkuð borið á góma. Ekki síðan ég kom inn í ráðu­neytið. Og vil bara að það sé alveg skýrt að ég held ekki hlífi­skildi yfir nokkrum manni sem á erindi á ein­hvern þvingunar­lista,“ segir Þór­dís.

Hún nefnir að Mos­hen­sky sé heldur ekki á sam­bæri­legum lista Banda­ríkja­manna eða Breta.

Ekkert nýtt komið fram um Moshensky

„Ég er til­tölu­lega ný­búin að undir­rita reglu­gerð um refsi­að­gerðir gegn Hvíta-Rúss­landi, eða Belarus, þar sem eru nöfn og lög­aðilar á þeim lista, þar sem hann er ekki. Þannig að það hefur í raun ekkert nýtt komið fram um hans stöðu sem að kallar á það að við förum að beita okkur fyrir því að hann sé á ein­hverjum lista,“ segir Þór­dís.

Mos­hen­sky hefur átt í miklum við­skiptum við ís­lensk sjávar­út­vegs­fyrir­tæki og ljóst að refsi­að­gerðir gegn honum myndu skaða inn­komu ríkisins tals­vert.

„Það hefði af­leiðingar ef það myndu breytast mjög þessi við­skipta­sam­bönd, sem er væntan­lega á­stæðan fyrir því að menn vildu vita hvort hann yrði á lista vegna þess að það hefði af­leiðingar. Hann er um­svifa­mikill við­skipta­maður í Belarus og hefur verið lengi,“ segir ráð­herrann.

Í um­fjöllun Stundarinnar er einnig bent á í að­draganda þess að Mos­hen­sky hafi verið skipaður kjör­ræðis­maður Ís­lands árið 2006 hafi ráðu­neytið sjálft gert litlar sem engar sjálf­stæðar skoðanir á honum.

Þór­dís segir stöðu hans sem kjör­ræðis­maður ekki í hættu eins og er.

„Það er ekki verið að endur­skoða hana núna, nei.“


Tengdar fréttir

Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins.

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×