Getur orðið svakalega þungt fyrir Hildi Snorri Másson skrifar 22. mars 2022 10:01 Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að kosningabaráttan fram undan geti orðið þung fyrir nýkjörinn oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur. Jón var ásamt Sigmari Vilhjálmssyni athafnamanni gestur í nýrri útgáfu Íslands í dag, sem verður héðan af í beinni á mánudagskvöldum eftir fréttir. Í næstu sætum á eftir Hildi á nýjum lista flokksins eru Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Segja má að öll hallist þau heldur að því sem lýst hefur verið sem íhaldssamari armi borgarstjórnarhópsins, ólíkt Hildi. Jón telur að erfitt verði að samræma sjónarmiðin, eins og Tómas Þór Þórðarson fjölmiðlamaður setti myndrænt fram, og við nokkrar undirtektir, á Twitter eftir úrslitin. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Í þætti kvöldsins ræddu þeir Jón og Sigmar efasemdir sínar um væntanlegt gengi Sjálfstæðisflokksins en sammæltust um að Framsóknarflokkurinn sé líklegur til að koma á óvart í kosningabaráttunni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Gnarr og Sigmar Vilhjálmsson voru gestir Íslands í dag og ræddu þar meðal annars niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra Fyrsta spurningin er þessi: Hver verður borgarstjóri í vor? Jón: „Dagur Bergþóruson Eggertsson. Ég held að það sé ekki spurning, ég sé enga ástæðu til að skipta um hest í miðri á.“ Sigmar: „Ég held að það væri ekkert óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra, ég held að allir eigi sinn tíma.“ „Ekki vanmeta Framsókn“ Báðir hafa Jón og Sigmar töluverða trú á Framsóknarflokknum, eins og Jón lýsir því hýr í bragði: „Erum við ekki öll Framsóknarmenn?“ Sigmar telur að Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður og núverandi oddviti Framsóknarflokksins geti staðið uppi með pálmann í höndunum eftir kosningar, vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda með honum meirihluta. Framsókn bjóði upp á skynsaman valkost. „Ég held að það sé einmitt heilbrigður kokteill þar af hinu frjálsa framlagi og samfélagslegri ábyrgð. Mér finnst sá flokkur alltaf hafa staðið vel undir þessari blöndu. Eins og eðli flokksins er, hann getur unnið með öllum. Ég held að Einar verði í kjörstöðu satt að segja,“ sagði Sigmar. Jón Gnarr: „Ég myndi ekki vanmeta Framsókn. Þau eru að koma þarna fram með mjög athyglisverðan lista af fólki og athyglisverðar áherslur.“ „Ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík“ Fréttastofa ræddi við Hildi Björnsdóttur í kvöldfréttum í gær sem kvaðst engar áhyggjur hafa af því að hópurinn gæti ekki unnið saman þrátt fyrir ólík sjónarmið. Sigmar Vihjálmsson segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar vera í tilvistarkreppu í borgarmálunum. „Mér finnst hann líka vera pínu tvískiptur í landspólitíkinni. Mér hefur bara fundist hann vera í tilvistarkreppu undanfarin ár,“ segir Sigmar. Jón segir að þetta geti orðið svakalega þungt fyrir Hildi Björnsdóttur, að samræma sjónarmiðin innan flokksins. „Ég eins og mörg, ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég skil ekki hver er pælingin. En þetta er áskorun fyrir hana, vissulega. En mér finnst Hildur mjög flott og það sem ég hef séð til hennar,“ segir Jón. Fyrrverandi borgarstjórinn telur að ólík sjónarmið innan Sjálfstæðisflokks geti hreinlega orðið flokknum til vandræða í komandi kosningum. „Ég myndi segja það í borginni. Mér finnst skorta einhverja stefnu og heildræna sýn og samvinnu. Mér finnst þetta vera svolítið út og suður,“ segir Jón Gnarr. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21. mars 2022 11:01 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Í næstu sætum á eftir Hildi á nýjum lista flokksins eru Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Segja má að öll hallist þau heldur að því sem lýst hefur verið sem íhaldssamari armi borgarstjórnarhópsins, ólíkt Hildi. Jón telur að erfitt verði að samræma sjónarmiðin, eins og Tómas Þór Þórðarson fjölmiðlamaður setti myndrænt fram, og við nokkrar undirtektir, á Twitter eftir úrslitin. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Í þætti kvöldsins ræddu þeir Jón og Sigmar efasemdir sínar um væntanlegt gengi Sjálfstæðisflokksins en sammæltust um að Framsóknarflokkurinn sé líklegur til að koma á óvart í kosningabaráttunni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Gnarr og Sigmar Vilhjálmsson voru gestir Íslands í dag og ræddu þar meðal annars niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra Fyrsta spurningin er þessi: Hver verður borgarstjóri í vor? Jón: „Dagur Bergþóruson Eggertsson. Ég held að það sé ekki spurning, ég sé enga ástæðu til að skipta um hest í miðri á.“ Sigmar: „Ég held að það væri ekkert óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra, ég held að allir eigi sinn tíma.“ „Ekki vanmeta Framsókn“ Báðir hafa Jón og Sigmar töluverða trú á Framsóknarflokknum, eins og Jón lýsir því hýr í bragði: „Erum við ekki öll Framsóknarmenn?“ Sigmar telur að Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður og núverandi oddviti Framsóknarflokksins geti staðið uppi með pálmann í höndunum eftir kosningar, vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda með honum meirihluta. Framsókn bjóði upp á skynsaman valkost. „Ég held að það sé einmitt heilbrigður kokteill þar af hinu frjálsa framlagi og samfélagslegri ábyrgð. Mér finnst sá flokkur alltaf hafa staðið vel undir þessari blöndu. Eins og eðli flokksins er, hann getur unnið með öllum. Ég held að Einar verði í kjörstöðu satt að segja,“ sagði Sigmar. Jón Gnarr: „Ég myndi ekki vanmeta Framsókn. Þau eru að koma þarna fram með mjög athyglisverðan lista af fólki og athyglisverðar áherslur.“ „Ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík“ Fréttastofa ræddi við Hildi Björnsdóttur í kvöldfréttum í gær sem kvaðst engar áhyggjur hafa af því að hópurinn gæti ekki unnið saman þrátt fyrir ólík sjónarmið. Sigmar Vihjálmsson segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar vera í tilvistarkreppu í borgarmálunum. „Mér finnst hann líka vera pínu tvískiptur í landspólitíkinni. Mér hefur bara fundist hann vera í tilvistarkreppu undanfarin ár,“ segir Sigmar. Jón segir að þetta geti orðið svakalega þungt fyrir Hildi Björnsdóttur, að samræma sjónarmiðin innan flokksins. „Ég eins og mörg, ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég skil ekki hver er pælingin. En þetta er áskorun fyrir hana, vissulega. En mér finnst Hildur mjög flott og það sem ég hef séð til hennar,“ segir Jón. Fyrrverandi borgarstjórinn telur að ólík sjónarmið innan Sjálfstæðisflokks geti hreinlega orðið flokknum til vandræða í komandi kosningum. „Ég myndi segja það í borginni. Mér finnst skorta einhverja stefnu og heildræna sýn og samvinnu. Mér finnst þetta vera svolítið út og suður,“ segir Jón Gnarr.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21. mars 2022 11:01 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21. mars 2022 11:01
Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44