Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2022 11:01 Helgi Áss Grétarsson er einn færasti skákmaður landsins og þótti einnig mikið efni í knattspyrnu þar sem hann varði markið. Hann tekur nú sín fyrstu skref á pólitíska sviðinu. Vísir/Vilhelm Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina og voru úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Helgi Áss var meðal nýrra andlita í prófkjörinu og gæti vel farið svo að hann verði á meðal borgarfulltrúa flokksins að loknum kosningunum þann 14. maí. Í greininni „Vald hins þögla meirihluta“ sem Helgi Áss skrifar á Vísi í dag ræðir hann um „tíst smáfugla“, og á þar við þær raddir sem heyrast á samfélagsmiðlinum Twitter. Hildur Björnsdóttir, sem hafnaði í fyrsta sæti í prófkjörinu, sagði í Bítinu í morgun að fólk á Twitter væri mjög upptekið af Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að prófkjör flokksins hafi vakið mun meiri athygli og umræðu en prófkjör annarra flokka í borginni. Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er virkur á Twitter, með 26 þúsund fylgjendur. Þótt hann hafi fyrir þó nokkru sagt skilið við starf flokksins í borginni hefur hann sterkar skoðanir á borgarskipulagi og ekki síst uppbyggingu Reykjavíkur. Gísli Marteinn er menntaður í þeim fræðum og óhætt að segja að skoðanir hans rými mun betur við stefnu núverandi meirihluta en hans gamla flokks. Fyrir 10 árum var stefna XD í borginni: Flugvöllinn burt, byggja í #102rvk, þétta byggð, efla alm.samgöngur, margfalda hjólastíga.Fylgi XD: 40%.Núna: Á móti Borgarlínu og þéttingu, með flugvelli og mislægum gatnamótum. 100% sammála Miðflokki (sem mælist 3%).Fylgi XD: 22%.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 19, 2022 Helgi Áss gerir hegðun Gísla Marteins á Twitter að umfjöllunarefni. „Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem öfgafemínistatussu „sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári,“ segir Helgi Áss. Yfir þúsund mans settu sitt atkvæði við þennan mann! WTF https://t.co/W5SGY1hpdl— Anna! (@annavignisd) March 20, 2022 Um er að ræða greinina „Ég er Ingó veðurguð“. Þar fjallaði Helgi Áss um stöðu tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem sætti nafnlausum ásökunum á samfélagsmiðlum sem aktívistahópurinn Öfgar dreifði. Sögurnar voru á þriðja tug en Ingólfur hafnaði frásögnunum. Boðskapurinn endurvakinn „Nú þekki ég ekki Ingó Veðurguð persónulega. Gefum okkur samt sem áður að hann hafi með athöfnum sínum brotið á réttindum annarra. Jafnvel þótt svo sé á það ekki að líðast að orðspor einstaklinga sé nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærir, rannsakar og dæmir. Óskýrleiki í kæru um hvenær eitthvað gerðist, hvar og hverjir komu að málinu ýtir undir að haldin séu réttarhöld þar sem engrar sanngirni sé gætt í þágu þess sem er sakaður um sitthvað misjafnt,“ sagði Helgi Áss í grein sinni í júlí. „Það er lítilmannlegt að sitja hjá aðgerðarlaus í svona málum, jafnvel þótt viðkvæm séu. Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni. Öfgar við að uppræta eitt samfélagsmein réttlætir ekki að annað og verra mein sé fest í sessi. Látum ekki ofstækislið pólitískrar rétthugsunar halda áfram að taka hvern einstaklinginn úr umferð með aðferðum útilokunarmenningarinnar. Stöndum fyrir gildi siðaðs samfélags þar sem réttlát málsmeðferð er höfð að leiðarljósi og segjum: „Ég er Ingó Veðurguð“.“ Helgi segir í grein sinni í dag jákvætt að árangur hans í prófkjörinu um helgina hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Vísar hann til þess að greinin er aftur komin í efstu sæti mest lesið listans í skoðunarhluta Vísis. „Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman.“ Enginn stóri bróðir í kjörklefanum Helgi segist hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í prófkjörsbaráttunni. „Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér,“ segir Helgi. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir „Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. 20. mars 2022 20:27 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina og voru úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Helgi Áss var meðal nýrra andlita í prófkjörinu og gæti vel farið svo að hann verði á meðal borgarfulltrúa flokksins að loknum kosningunum þann 14. maí. Í greininni „Vald hins þögla meirihluta“ sem Helgi Áss skrifar á Vísi í dag ræðir hann um „tíst smáfugla“, og á þar við þær raddir sem heyrast á samfélagsmiðlinum Twitter. Hildur Björnsdóttir, sem hafnaði í fyrsta sæti í prófkjörinu, sagði í Bítinu í morgun að fólk á Twitter væri mjög upptekið af Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að prófkjör flokksins hafi vakið mun meiri athygli og umræðu en prófkjör annarra flokka í borginni. Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er virkur á Twitter, með 26 þúsund fylgjendur. Þótt hann hafi fyrir þó nokkru sagt skilið við starf flokksins í borginni hefur hann sterkar skoðanir á borgarskipulagi og ekki síst uppbyggingu Reykjavíkur. Gísli Marteinn er menntaður í þeim fræðum og óhætt að segja að skoðanir hans rými mun betur við stefnu núverandi meirihluta en hans gamla flokks. Fyrir 10 árum var stefna XD í borginni: Flugvöllinn burt, byggja í #102rvk, þétta byggð, efla alm.samgöngur, margfalda hjólastíga.Fylgi XD: 40%.Núna: Á móti Borgarlínu og þéttingu, með flugvelli og mislægum gatnamótum. 100% sammála Miðflokki (sem mælist 3%).Fylgi XD: 22%.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 19, 2022 Helgi Áss gerir hegðun Gísla Marteins á Twitter að umfjöllunarefni. „Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem öfgafemínistatussu „sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári,“ segir Helgi Áss. Yfir þúsund mans settu sitt atkvæði við þennan mann! WTF https://t.co/W5SGY1hpdl— Anna! (@annavignisd) March 20, 2022 Um er að ræða greinina „Ég er Ingó veðurguð“. Þar fjallaði Helgi Áss um stöðu tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem sætti nafnlausum ásökunum á samfélagsmiðlum sem aktívistahópurinn Öfgar dreifði. Sögurnar voru á þriðja tug en Ingólfur hafnaði frásögnunum. Boðskapurinn endurvakinn „Nú þekki ég ekki Ingó Veðurguð persónulega. Gefum okkur samt sem áður að hann hafi með athöfnum sínum brotið á réttindum annarra. Jafnvel þótt svo sé á það ekki að líðast að orðspor einstaklinga sé nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærir, rannsakar og dæmir. Óskýrleiki í kæru um hvenær eitthvað gerðist, hvar og hverjir komu að málinu ýtir undir að haldin séu réttarhöld þar sem engrar sanngirni sé gætt í þágu þess sem er sakaður um sitthvað misjafnt,“ sagði Helgi Áss í grein sinni í júlí. „Það er lítilmannlegt að sitja hjá aðgerðarlaus í svona málum, jafnvel þótt viðkvæm séu. Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni. Öfgar við að uppræta eitt samfélagsmein réttlætir ekki að annað og verra mein sé fest í sessi. Látum ekki ofstækislið pólitískrar rétthugsunar halda áfram að taka hvern einstaklinginn úr umferð með aðferðum útilokunarmenningarinnar. Stöndum fyrir gildi siðaðs samfélags þar sem réttlát málsmeðferð er höfð að leiðarljósi og segjum: „Ég er Ingó Veðurguð“.“ Helgi segir í grein sinni í dag jákvætt að árangur hans í prófkjörinu um helgina hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Vísar hann til þess að greinin er aftur komin í efstu sæti mest lesið listans í skoðunarhluta Vísis. „Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman.“ Enginn stóri bróðir í kjörklefanum Helgi segist hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í prófkjörsbaráttunni. „Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér,“ segir Helgi. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir „Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina.“
Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. 20. mars 2022 20:27 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. 20. mars 2022 20:27
Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent