Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 18:56 Frá kosningavöku Ragnhildar Öldu í gær. Håkon Broder Lund Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira