Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 10:44 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35