Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 02:35 Hildur kemur til með að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira