Erlent

Landa­mærum lokað og harðar tak­markanir eftir fyrsta sam­fé­lags­smitið

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúar Samóa telja um 200 þúsund og teljast um 90 prósent þeirra fullbólusettir gegn kórónuveirunni.
Íbúar Samóa telja um 200 þúsund og teljast um 90 prósent þeirra fullbólusettir gegn kórónuveirunni. AP

Stjórnvöld á Samóa í Kyrrahafi hafa ákveðið að loka landamærunum og grípa til harðra takmarkana í fjóra daga eftir að tilkynnt var um fyrsta samfélagssmitið á eyjunum frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Landamærunum var lokað í morgun og hefur skólum, kirkjum og öðrum opinberum stöðum verið gert að loka. Þá þurfa íbúar að notast við grímu og sýna bólusetningarvottorð frá miðnætti.

Forsætisráðherrann Fiame Naomi Mata’afa sagði frá því að um hafi verið að ræða 29 ára konu sem greindist jákvæð í sýnatöku skömmu fyrir flug sitt frá Samóa til Fídjí. Hún greindist á stærstu eyju Samóa, Upolu.

Rannsókn hefur leitt í ljós að konan hafi sótt guðsþjónustu, sjúkrahús, bókasafn og ferðaskrifstofu dagana áður en hún greindist.

Íbúar Samóa telja um 200 þúsund og teljast um 90 prósent þeirra fullbólusettir gegn kórónuveirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.