Diogo Jota: Við eigum eftir níu úrslitaleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 17:45 Diogo Jota fagnar markinu mikilvæga á móti Arsenal á miðvikudagskvöldið. EPA-EFE/NEIL HALL Diogo Jota sér ekkert nema úrslitaleiki fram undan hjá Liverpool liðinu sem á enn möguleika á því að vinna fjórfalt á þessu tímabili. Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota. Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota.
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira