Diogo Jota: Við eigum eftir níu úrslitaleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 17:45 Diogo Jota fagnar markinu mikilvæga á móti Arsenal á miðvikudagskvöldið. EPA-EFE/NEIL HALL Diogo Jota sér ekkert nema úrslitaleiki fram undan hjá Liverpool liðinu sem á enn möguleika á því að vinna fjórfalt á þessu tímabili. Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota. Enski boltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota.
Enski boltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira