Innlent

Stefnir í met­ár í komum skemmti­ferða­skipa

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Skipið Borealis sigldi frá Southampton í Bretlandi.
Skipið Borealis sigldi frá Southampton í Bretlandi. Faxaflóahafnir

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga.

Skipið sigldi frá Bretlandi og kom við á Akureyri í gær en um borð eru um fimm hundruð manns. Að sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar hafnarstjóra stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa og eru alls 210 bókuð í Reykjavík. 

Hann segir þetta hraðan viðsnúning eftir faraldurinn en í fyrra komu 68 skip og árið áður einungis fimm. Fyrra metár var árið 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×