Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 08:14 Árásarmannsins er leitað en hann klæddist svörtu frá toppi til táar. Lögregla í NYC Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira