Miklar tilfinningar í öllum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 13. mars 2022 16:25 Yarmolenko réð ekki við tilfinningar sínar í fagnaðarlátum eftir markið hans. Getty Images Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Watford, Wolves og Leeds unnu öll leikina sína í dag. West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig. Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig.
Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira