Innlent

Helgi Hlynur leiðir lista Vinstri grænna í Múla­þingi

Árni Sæberg skrifar
Svandís Svavarsdóttir var heiðursgestur á félagsfundi VG í dag.
Svandís Svavarsdóttir var heiðursgestur á félagsfundi VG í dag. Aðsend

Helgi Hlynur Ásgrímsson leiðir framboðslista Vinstri grænna í Múlaþingi sem var samþykktur einróma á félagsfundi í dag.

Helgi Hlynur, sem er útvegsbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, kom inn í sveitarstjórn þegar Jódís Skúladóttir tók sæti á Alþingi í haust. 

Listi VG í Múlaþingi er þriðji hreini VG listinn sem kynntur er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og er mikill hugur í leiðtogum listans, að því er segir í fjölmiðlatilkynningu.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, húsasmiður og mannfræðingur á Seyðisfirði er í öðru sæti listans og Pétur Heimisson læknir í því þriðja. 

Helgi Hlynur segir stór verkefni blasa við í sveitarstjórn, að standa með íbúum og náttúrunni gegn því virkjanaáhlaupi sem nú ríður yfir. 

Áform um fiskeldi í Seyðisfirði gegn vilja þorra íbúa vilji Vinstri græn stöðva. 

„Við erum VG framboð og ætlum að standa vörð um fjölskyldur, velferðarþjónustu og heildarhagsmuni fram yfir sérhagsmuni,“ segir hann.

Listi Vinstri grænna í Múlaþingi:

  1. Helgi Hlynur Ásgrímsson
  2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir
  3. Pétur Heimisson
  4. Þuríður Elísa Harðardóttir
  5. Guðrún Ásta Tryggvadóttir
  6. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir
  7. Þórunn Hrund Óladóttir
  8. Ásgrímur Ingi Arngrímsson
  9. Rannveig Þórhallsdóttir
  10. Kristján Ketill Stefánsson
  11. Kristín Sigurðardóttir
  12. Ruth Magnúsdóttir
  13. Skarphéðinn Þórisson
  14. Ania Czeczko
  15. Guðlaug Ólafsdóttir
  16. Lára Vilbergsdóttir
  17. Kristín Amalía Atladóttir
  18. Karen Erla Erlingsdóttir
  19. Heiðdís Halla Bjarnadóttir
  20. Ágúst Guðjónsson
  21. Daniela Gscheidel
  22. Guðmundur Ármannsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×