Petr Čech: „Við vitum ekki svörin við sjálf“ Atli Arason skrifar 13. mars 2022 15:00 Petr Čech ásamt John Terry á úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Abu Dhabi í febrúar. Čech hefur verið tæknilegur raðgjafi félagsins síðan 2019. Getty Images Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea og fyrrum leikmaður liðsins, var í viðtali við Sky Sport fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Čech var mikið spurður út í óvissu skýið sem gnæfir yfir Chelsea þessa dagana en hann sagðist sjálfur vera að leita af svörum. „Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira