Enski boltinn

Nike mun standa við samning sinn við Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea spilar í Nike.
Chelsea spilar í Nike. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Íþróttavörurisinn Nike hefur staðfest að félagið mundi standa við gerðan samning við enska knattspyrnuliðið Chelsea. Mörg fyrirtæki hafa rift samningi sínum við félagið eftir að allar eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í Englandi voru frystar.

Þetta kemur fram á vef The Athletic en nú þegar hefur aðalstyrktaraðili félagsins rift samningi sínum við það. Var búist við að Nike myndi fara sömu leið en íþróttavörurisinn ætlar að virða samninginn sem var gerður 2016.

Um er að ræða rosalegar tölur en félagið gerði 15 ára samning við Nike upp á allt að 60 milljónir punda á ári. Gerir það 900 milljónir punda á meðan samningurinn er í gildi.

Eitt af því fáu sem er öruggt varðandi framtíð Chelsea er að félagið verður áfram í Nike. Nánast allt annað er kemur að framtíð þess er hins vegar óvíst að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Rútuferðir og ódýr hótel fyrir stjörnurnar?

Stjörnurnar í knattspyrnuliði Chelsea gætu þurft að ferðast með áætlunarflugi eða rútu og gista á ódýrum hótelum til að spila útileiki, vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um að frysta eigur Romans Abramovich.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.