Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 10:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og húsnæði skrifstofu borgarstjóra Moskvu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39
Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39