Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 08:23 Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins. AP Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn. Suður-Kórea Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn.
Suður-Kórea Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira