Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 8. mars 2022 15:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira