Innlent

Álfur Birkir nýr formaður Samtakanna ´78

Smári Jökull Jónsson skrifar
Nýkjörin stjórn Samtakanna ´78
Nýkjörin stjórn Samtakanna ´78 Aðsend

Álfur Birkir Bjarnason var í dag kjörinn formaður Samtakanna ´78 þegar aðalfundur félagsins var haldinn. 

Hátt í sjötíu manns mættu á aðalfundinn í dag en Álfur Birkir tekur við formannsembættinu af Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem setið hefur sem formaður síðan 2019. 

Ný í stjórn voru kjörin þau Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir en fyrir voru þau Agnes Jónasdóttir, Ólafur Alex Kúld og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir í stjórn félagsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.