Líklega gífurlegt högg fyrir rússneska herinn Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 3. mars 2022 13:32 Andrei Sukhovetsky er mikilsvirtur í heimalandinu. Getty/Sergei Malgavko Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja í Úkraínu. Andrei Sukhovetsky mun hafa barist í Georgíu, Téténíu, Sýrlandi og tekið þátt í innrás Rússa í Krímskaga 2014. Fregnir um dauða Sukhovetsky hafa verið á kreiki í morgun en blaðamaður Radio Free Europe segist hafa fengið þær staðfestar frá samstarfsmanni herforingjans. Newsweek greinir sömuleiðis frá falli herforingjans og byggir á fréttum úkraínskra miðla sem vísa í færslu frá Sergei Chipilev, samstarfsmanni Sukhovetsky, á samfélagsmiðlinum VKontakte. Þar segist hann hafa frétt af því að vinur sinn Andrei Aleksandrovich Sukhovetsky hafi fallið á úkraínsku landsvæði þar sem hann tók þátt í sérstakri hernaðaraðgerð. Just spoke with one of his comrades who confirmed me they received info about his death. Just look at his awards list, including the one "For the Return of Crimea". pic.twitter.com/3fx4PrZErQ— Mark Krutov (@kromark) March 3, 2022 Sérfræðingar segja að ef þetta reynist rétt sé um gífurlegt högg fyrir rússneska herinn að ræða enda hafi Sukhovetsky verið mjög reynslumikill og margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum. Meðal annars fékk hann eina orðu fyrir „endurheimtu Krímskaga.“ Rússneskir miðlar á borð við Lenta.ru og Komsomolskaya Pravda hafa sömuleiðis greint frá dauða Sukhovetsky. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Fregnir um dauða Sukhovetsky hafa verið á kreiki í morgun en blaðamaður Radio Free Europe segist hafa fengið þær staðfestar frá samstarfsmanni herforingjans. Newsweek greinir sömuleiðis frá falli herforingjans og byggir á fréttum úkraínskra miðla sem vísa í færslu frá Sergei Chipilev, samstarfsmanni Sukhovetsky, á samfélagsmiðlinum VKontakte. Þar segist hann hafa frétt af því að vinur sinn Andrei Aleksandrovich Sukhovetsky hafi fallið á úkraínsku landsvæði þar sem hann tók þátt í sérstakri hernaðaraðgerð. Just spoke with one of his comrades who confirmed me they received info about his death. Just look at his awards list, including the one "For the Return of Crimea". pic.twitter.com/3fx4PrZErQ— Mark Krutov (@kromark) March 3, 2022 Sérfræðingar segja að ef þetta reynist rétt sé um gífurlegt högg fyrir rússneska herinn að ræða enda hafi Sukhovetsky verið mjög reynslumikill og margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum. Meðal annars fékk hann eina orðu fyrir „endurheimtu Krímskaga.“ Rússneskir miðlar á borð við Lenta.ru og Komsomolskaya Pravda hafa sömuleiðis greint frá dauða Sukhovetsky. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49
Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46