Ancelotti nú orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 12:30 Carlo Ancelotti er á góðri leið með að gera Real Madrid liðið að spænskum meisturum. EPA-EFE/DUMITRU DORU Það er enn miklar vangaveltur í gangi um hver fái það krefjandi starf að taka við sem næsti framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United. Nú síðast var núverandi stjóri Real Madrid nefndur til sögunnar. Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti