Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 23:30 Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir málið óásættanlegt. Vísir/Egill/Aðsend Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. Teitur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hyggist segja af sér í fyrramálið. Ákvörðunina hefur hann ekki tilkynnt samflokksmönnum sínum formlega en uppsagnarbréf er í smíðum. Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. Lóðirnar sem um ræðir standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. Lausn borgarinnar felst í því að lengja lagaleg lóðamörk íbúanna um þrjá metra inn á túnið, en taka af þeim svæðið sem það hefur „haft í fóstri“ undanfarna áratugi. Fyrirhugaðar breytingar voru til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Teitur segist ekki geta staðið undir þessum málalyktum og hyggst hann því segja af sér. Frá og með morgundeginum verður hann því ekki varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna. „Þetta er svo yfirgengilegt og þá get ég alveg eins hugsað: Á ég að sækja um að taka í fóstur hluta úr Laugardalnum? Eða til dæmis úr Hljómskálagarðinum, á ég kannski að taka hundrað fermetra í fóstur þar? Bíða svo í þrjátíu ár og fara síðan að semja við borgina? Og fá þarna fullt af peningum fyrir? Þetta er svívirðilegt,“ segir Teitur. Hann segir að meirihlutinn stilli málinu upp sem einhverri sátt en því fari fjarri lagi. Samflokksmenn hans séu langt frá því að vera einróma með ráðstöfun borgarinnar. Margir innan Samfylkingarinnar séu bæði sárir og bitrir yfir málalokunum. „Lóðaverð þarna er sennilega með því hæsta sem gerist á Íslandi. Það er bara þannig. Og þó að þetta sé garður þá er samt alveg rosalegt value í þessu. Bara eftir þetta, þá er eignaverðið á þessum eignum búið að aukast um nokkrar milljónir fyrir ríkasta fólkið í Vesturbænum - á kostnað krakka og hundafólks sem er búið að hittast þarna ár eftir ár. Þetta er skammarlegt,“ segir Teitur. Tilfinning Teits er sú að borgin hafi ekki þorað að leysa málið með formlegum hætti. Hann hafi hingað til staðið í þeirri trú að borgaryfirvöld hygðust skikka lóðaeigendur til að rífa niður girðingarnar, sem náð hafa inn á borgarlandið, en sú hafi ekki verið raunin. „Ef það á að leysa þetta mál og ef það stefndi í einhver málaferli, þá eiga þau að fara í málaferli. Við eigum ekki að semja um svona mál. Ég er búinn að vera með augun á þessu mjög lengi, þessum landþjófnaði ríka fólksins, og mér var alltaf tjáð að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er ekkert hægt að koma svona fram við fólk og við eigendur þessa almannarýmis. Við erum að fara að gefa ríkasta fólki í borginni þessa lóð. Það er ekki eins og þetta fólk vanti pening. Núna verða þau aðeins ríkari.“ Teitur segist einfaldlega ekki geta staðið með ráðstöfunininni og hættir því sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar: „Ég get ekki stutt þetta. Það er bara útilokað.“ Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sundlaugar Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Teitur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hyggist segja af sér í fyrramálið. Ákvörðunina hefur hann ekki tilkynnt samflokksmönnum sínum formlega en uppsagnarbréf er í smíðum. Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. Lóðirnar sem um ræðir standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. Lausn borgarinnar felst í því að lengja lagaleg lóðamörk íbúanna um þrjá metra inn á túnið, en taka af þeim svæðið sem það hefur „haft í fóstri“ undanfarna áratugi. Fyrirhugaðar breytingar voru til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Teitur segist ekki geta staðið undir þessum málalyktum og hyggst hann því segja af sér. Frá og með morgundeginum verður hann því ekki varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna. „Þetta er svo yfirgengilegt og þá get ég alveg eins hugsað: Á ég að sækja um að taka í fóstur hluta úr Laugardalnum? Eða til dæmis úr Hljómskálagarðinum, á ég kannski að taka hundrað fermetra í fóstur þar? Bíða svo í þrjátíu ár og fara síðan að semja við borgina? Og fá þarna fullt af peningum fyrir? Þetta er svívirðilegt,“ segir Teitur. Hann segir að meirihlutinn stilli málinu upp sem einhverri sátt en því fari fjarri lagi. Samflokksmenn hans séu langt frá því að vera einróma með ráðstöfun borgarinnar. Margir innan Samfylkingarinnar séu bæði sárir og bitrir yfir málalokunum. „Lóðaverð þarna er sennilega með því hæsta sem gerist á Íslandi. Það er bara þannig. Og þó að þetta sé garður þá er samt alveg rosalegt value í þessu. Bara eftir þetta, þá er eignaverðið á þessum eignum búið að aukast um nokkrar milljónir fyrir ríkasta fólkið í Vesturbænum - á kostnað krakka og hundafólks sem er búið að hittast þarna ár eftir ár. Þetta er skammarlegt,“ segir Teitur. Tilfinning Teits er sú að borgin hafi ekki þorað að leysa málið með formlegum hætti. Hann hafi hingað til staðið í þeirri trú að borgaryfirvöld hygðust skikka lóðaeigendur til að rífa niður girðingarnar, sem náð hafa inn á borgarlandið, en sú hafi ekki verið raunin. „Ef það á að leysa þetta mál og ef það stefndi í einhver málaferli, þá eiga þau að fara í málaferli. Við eigum ekki að semja um svona mál. Ég er búinn að vera með augun á þessu mjög lengi, þessum landþjófnaði ríka fólksins, og mér var alltaf tjáð að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er ekkert hægt að koma svona fram við fólk og við eigendur þessa almannarýmis. Við erum að fara að gefa ríkasta fólki í borginni þessa lóð. Það er ekki eins og þetta fólk vanti pening. Núna verða þau aðeins ríkari.“ Teitur segist einfaldlega ekki geta staðið með ráðstöfunininni og hættir því sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar: „Ég get ekki stutt þetta. Það er bara útilokað.“
Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sundlaugar Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent