„Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. febrúar 2022 20:42 Titillinn á loft. vísir/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. Ein af hetjum Liverpool í leiknum var írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher sem skoraði eitt marka liðsins í vítaspyrnukeppninni. Klopp segist hafa hugsað það vel hvort hann ætti að leyfa stráknum að spila frekar en aðalmarkverði félagsins, Alisson Becker. „Þó þetta sé atvinnumennska þá verður þú að hafa pláss fyrir tilfinningar. Caoimhin Kelleher er ungur strákur og hafði spilað alla leikina í keppninni. Hvað gat ég gert? Ég er bæði atvinnumannaþjálfari og manneskja. Manneskjan vann í þetta skiptið og hann átti þetta skilið,“ sagði Klopp. Þó ekkert löglegt mark hafi verið skorað á fyrstu 120 mínútum leiksins var leikurinn bráðfjörugur og Klopp sagði Liverpool oft hafa haft heppnina með sér. „Chelsea eru ótrúlega öflugir og þetta var stál í stál. Við vitum að við vorum líka heppnir. Leikurinn hefði getað farið 5-5,“ segir Klopp. „Mér líður vel en mér hefði líka liðið vel við hefðum spilað 90 mínútur og unnið 1-0 og hefðum getað drifið okkur heim. Við verðum að leggja hart að okkur. Við spilum aftur á miðvikudag, eitthvað sem ég get ekki trúað núna en við verðum að mæta. Það er heimaleikur og það verða allir ennþá í skýjunum eftir þetta,“ sagði Klopp og lagði mikla áherslu á að stuðningsmenn Liverpool ættu að njóta kvöldsins. „Ég er ánægður með að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa.“ Jurgen Klopp getting involved in the dancing celebrations pic.twitter.com/NMznt2sLnn— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Ein af hetjum Liverpool í leiknum var írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher sem skoraði eitt marka liðsins í vítaspyrnukeppninni. Klopp segist hafa hugsað það vel hvort hann ætti að leyfa stráknum að spila frekar en aðalmarkverði félagsins, Alisson Becker. „Þó þetta sé atvinnumennska þá verður þú að hafa pláss fyrir tilfinningar. Caoimhin Kelleher er ungur strákur og hafði spilað alla leikina í keppninni. Hvað gat ég gert? Ég er bæði atvinnumannaþjálfari og manneskja. Manneskjan vann í þetta skiptið og hann átti þetta skilið,“ sagði Klopp. Þó ekkert löglegt mark hafi verið skorað á fyrstu 120 mínútum leiksins var leikurinn bráðfjörugur og Klopp sagði Liverpool oft hafa haft heppnina með sér. „Chelsea eru ótrúlega öflugir og þetta var stál í stál. Við vitum að við vorum líka heppnir. Leikurinn hefði getað farið 5-5,“ segir Klopp. „Mér líður vel en mér hefði líka liðið vel við hefðum spilað 90 mínútur og unnið 1-0 og hefðum getað drifið okkur heim. Við verðum að leggja hart að okkur. Við spilum aftur á miðvikudag, eitthvað sem ég get ekki trúað núna en við verðum að mæta. Það er heimaleikur og það verða allir ennþá í skýjunum eftir þetta,“ sagði Klopp og lagði mikla áherslu á að stuðningsmenn Liverpool ættu að njóta kvöldsins. „Ég er ánægður með að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa.“ Jurgen Klopp getting involved in the dancing celebrations pic.twitter.com/NMznt2sLnn— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32