„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 23:01 Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningi Íslendinga á mótmælunum í dag. vísir Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17