„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 23:01 Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningi Íslendinga á mótmælunum í dag. vísir Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17