Innlent

Boða til mótmæla um allt land í dag

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkur fjöldi safnaðist saman við rússneska sendiráðið á fimmtudag.
Nokkur fjöldi safnaðist saman við rússneska sendiráðið á fimmtudag. Vísir/Egill

Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.

Í Reykjavík hyggst fólk safnast saman fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu 24 klukkan 12, á Ráðhústorgi á Akureyri klukkan 15 og á horni Ægisgötu og Hafnargötu á Reyðarfirði klukkan 15.

Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum segir að hundruð Rússa, Úkraínumanna, Hvít-Rússa, Letta, Litháa og Eista búsettir á Íslandi, ætli ásamt Íslendingum og öðrum íbúum að krefjast þess að vopnahlé taki tafarlaust gildi í Úkraínu og að Rússar og Hvít-Rússar dragi herlið sitt úr landinu líkt, þar á meðal þá hermenn Rússa sem hafi verið í landinu frá innlimun Krímskaga árið 2014.

Markmiðið með mótmælunum og samstöðufundum sé að senda sameiginleg skilaboð frá ólíkum landshlutum.

„Við köllum eftir því að alþjóðasamfélagið veiti Úkraínu allan þann stuðning sem þarf til að stöðva stríðið í þessu friðsama landi.“

Fólk hefur safnast reglulega saman fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst aðfaranótt fimmtudags. 


Tengdar fréttir

Mótmæltu við rússneska sendiráðið

Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×