Spánverjar áhyggjufullir - öfgahægriflokkur í mikilli sókn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2022 09:26 Santiago Abascal er formaður VOX. Eduardo Parra/Getty Meirihluti Spánverja hefur miklar áhyggjur af því að þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmála gæti sest í ríkisstjórn landsins. 30 prósent þjóðarinnar telja flokkinn hreinræktaðan fasistaflokk. Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði. Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði.
Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15