Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 14:30 Ketanji Brown Jackson starfar nú við áfrýjunardómstól í Washington D.C. Getty/Tom Williams Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna alríkisdómarann Ketanji Brown Jackson til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. The New York Times greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja til málsins. Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira