Innlent

For­eldrar gætu þurft að sækja börn í skóla á morgun

Smári Jökull Jónsson skrifar
Appelsínugul viðvörun verður í gildi á morgun.
Appelsínugul viðvörun verður í gildi á morgun. Vísir/Vilhelm

Enn ein appelsínugula viðvörnunin er í gildi á morgun en viðvaranir verða í gildi á öllu landinu.

Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það mun hvessa í nótt og fyrramálið, fyrst með skafrenningi og snjókomu og síðar talsverðri slyddu og rigningu.

Nú hefur Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins send frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli foreldra grunnskólabarna á veðurofsanum sem er yfirvofandi. Þar kemur fram að forsjáraðilar þurfi sjálfir að meta hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi og að við appelsínugula viðvörun aukist þörfin á fylgd.

Þá er tekið fram að gott sé að hafa í huga að oft geti orðið hvasst í efri byggðum. Einnig að mikilvægt sé að hafa í huga að röskun geti orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og að forsjáraðilar séu þá tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

Viðvaranirnar taka gildi klukkan ellefu á morgun og gilda til klukkan fimm síðdegis. 


Tengdar fréttir

Enn ein veðurviðvörunin

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×