Enn ein veðurviðvörunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 15:21 Nú er það svart, eða reyndar appelsínugult og gult. Staðan á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurstofan Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. „Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi. Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
„Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48
Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38
Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43