Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 20:03 Samtökin segja það ódýra lausn að benda ásakandi á foreldra. Vísir/Vilhelm Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10