Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:57 Elín Björk segir útlit fyrir lægðargang næstu vikuna. Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent