Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 14:57 Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni. Nú er höllin fokin. Friðrik Sigurbjörnsson Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. „Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi. Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
„Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi.
Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent