Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2022 20:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík sækist eftir því að leiða lista flokksins í borginni áfram. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent