Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:20 Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa staðið í ströngu undanfarið ár við að bólusetja landsmenn. Vísir/Vilhelm Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36