„Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. febrúar 2022 14:21 Carlos San Juan berst fyrir bættri bankaþjónustu. EPA/FERNANDO ALVARADO „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins. Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár. Spánn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár.
Spánn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira