„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 15:03 Logi segir að Samfylkingunni beri að fylgja landslögum en vonar að með tímanum geti Guðmundur boðið sig fram. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12