Fótbolti

Willum Þór á­fram í Hvíta-Rúss­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór Willumsson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu.
Willum Þór Willumsson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Vasvari

Miðjumaðurinn Willum Þór Þórsson verður í herbúðum BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi út þetta ár. Hann er loks orðinn góður af meiðslum sem hafa plagað hann undanfarið og ætlar sér stóra hluti á árinu.

Willum Þór skrifaði á dögum undir hálfs árs framlengingu á samningi sínum við BATE en samningur hans hefði annars átt að renna út í sumar. 

Frá þessu er greint á Fótbolti.net. Þar segir einnig að félög frá Hollandi og Ítalíu séu að fylgjast með miðjumanninum unga sem hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna meiðsla.

Hinn 23 ára gamli Willum hefur verið á mála hjá BATE síðan í febrúar árið 2019 og fannst hann skulda félaginu allavega nokkra mánuði meiðslalausa eftir að hafa verið mikið fjarverandi að undanförnu.

Willum Þór hefur tvívegis orðið bikarmeistari með félaginu en illa hefur gengið að landa þeim stóra, félagið endaði 10 stigum á eftir meisturum Shakhtyor Soligorsk á síðustu leiktíð. Hann var farinn að banka á dyrnar hjá íslenska A-landsliðinu áður en hann meiddist. 

Alls hefur Willum Þór leikið einn A-landsleik, vináttulandsleik gegn Eistlandi árið 2019 sem lauk með markalausu jafntefli. Þá á þessi öflugi miðjumaður að baki fjölda yngri landsleikja, þar af 19 fyrir U-21 árs landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×