Ziyech er aðeins 28 ára gamall en hann hefur ekki verið valinn í landslið Marokkó síðan í júní á síðasta ári eftir að hann „neitaði að vinna“ eins og þjálfari liðsins, Vahid Halihodzic, orðaði það.
„Auðvitað skil ég þeirra hlið, en ég mun ekki snúa aftur í landsliðið,“ sagði Ziyech í dag.
„Já, þetta er endanleg ákvörðun. Það er augljóst fyrir mér hvað er í gangi hjá þeim og núna ætla ég bara að einbeita mér að því sem ég er að gera og einmitt núna er það að spila fyrir félagslið mitt.“
„Eins og ég sagði þá mun ég ekki snúa aftur í landsliðið. Ég skil þá og vorkenni þeim,“ sagði Ziyech að lokum.
"I will not return to the national team.”
— B/R Football (@brfootball) February 8, 2022
After being left out of the AFCON squad, Hakim Ziyech has announced his retirement from the Moroccan national team. pic.twitter.com/gpK8FunqVc
Eins og áður segir talaði Vahid Halihodzic, þjálfari marokkóska landsliðsins, um ástæðu þess að Ziyech hafi ekki verið valinn í liðið síðasta sumar.
„Hegðun hans í seinustu tveimur leikjum, sérstaklega í síðasta leik, var ekki sæmandi landsliðsmanni. Hann sem leiðtogi í hópnum þarf að vera jákvæð fyrirmynd,“ sagði þjálfarinn í júní síðastliðnum.
„Hann mætti seint og neitaði meira að segja að vinna eftir það. Fyrir mér er landsliðið ofar öllu og það er enginn yfir það hafinn.“
Ziyech hefur leikið 41 leik fyrir Marokkó og skorað í þeim 17 mörk.