Innlent

Snældu­vit­laust veður en hærra hita­stig hafi hjálpað til

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir óveðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en búist var við.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir óveðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en búist var við. vísir/vilhelm

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við.

„Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í nótt hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við ræstum aðgerðastjórnstöðina á miðnætti og svo var það um klukkan tvö sem fyrstu verkefnin fóru að koma inn og þau urðu um sextíu áður en yfir lauk.“

Var þeirra meira eða minna en þið bjuggust við?

„Þetta var öðruvísi. Veðrið var alveg snælduvitlaust og vindstrengir hér á höfuðborgarsvæðinu voru mjög sterkir. En það sem var okkur í hag var að hitastigið var aðeins hærra en við bjuggumst við þannig að snjókoman var minni sem þýðir það að það eru miklu minni vandamál sem blasa við okkur hérna í morgunsárið.“

Hann segir að snjóruðningstækin hafi getað farið út á venjulegum tíma í morgun svo flestar stofnbrautir séu í góðu standi. Ástandið á húsagötum sé hins vegar mismunandi og fari svolítið eftir hve hátt þær standa.

Sjá má viðtalið við Ásgeir Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Viðtalið var tekið um klukkan sjö í morgun.


Tengdar fréttir

Björgunar­sveitir reikna með fleiri út­köllum seinni partinn

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir.

Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×