Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 09:52 Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segist reikna með að útköll hefðu orðið mun fleiri ef fólk hefði verið á ferðinni. vísir/vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. „Björgunarsveitirnar hafa verið kallaðar út um 120 sinnum það sem af er morgni. Svo megum við reikna með að bætist eitthvað við seinni partinn þegar veðrið gengur yfir Norðurlandið og Austurlandið,“ sagði Davíð þegar fréttastofa náði tali af honum í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Davíð segir að ekki hafi verið mikið um stór verkefni. „Þetta voru þessi klassísku verkefni í svona veðrum. Það var fok á lausamunum, það var óvenjulega mikið um útköll sem sneru að því að hurðir og gluggar voru að fjúka upp. Sáum eitthvað svoleiðis. En þetta voru fok á lausamunum, klæðningu, garðhúsum, grindverum og þess háttar.“ Davíð segir að undirbúningurinn hafi verið mjög mikill svo það hafi ekki tekið langan tíma að kalla út björgunarsveitir. Heilt yfir hafi þetta mögulega verið eitthvað minna en maður hefði ímyndað sér. „En eins og veðurfræðingarnir segja þá var úrkoman eitthvað minni en spár gerðu ráð fyrir. Ég get samt ímyndað mér að ef fólk hefði verið á ferðinni þá hefðu útköll björgunarsveita verið töluvert fleiri.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir „Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ 7. febrúar 2022 08:27 Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja í höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Björgunarsveitirnar hafa verið kallaðar út um 120 sinnum það sem af er morgni. Svo megum við reikna með að bætist eitthvað við seinni partinn þegar veðrið gengur yfir Norðurlandið og Austurlandið,“ sagði Davíð þegar fréttastofa náði tali af honum í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Davíð segir að ekki hafi verið mikið um stór verkefni. „Þetta voru þessi klassísku verkefni í svona veðrum. Það var fok á lausamunum, það var óvenjulega mikið um útköll sem sneru að því að hurðir og gluggar voru að fjúka upp. Sáum eitthvað svoleiðis. En þetta voru fok á lausamunum, klæðningu, garðhúsum, grindverum og þess háttar.“ Davíð segir að undirbúningurinn hafi verið mjög mikill svo það hafi ekki tekið langan tíma að kalla út björgunarsveitir. Heilt yfir hafi þetta mögulega verið eitthvað minna en maður hefði ímyndað sér. „En eins og veðurfræðingarnir segja þá var úrkoman eitthvað minni en spár gerðu ráð fyrir. Ég get samt ímyndað mér að ef fólk hefði verið á ferðinni þá hefðu útköll björgunarsveita verið töluvert fleiri.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir „Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ 7. febrúar 2022 08:27 Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja í höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ 7. febrúar 2022 08:27
Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja í höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45