Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. febrúar 2022 15:49 Chanel og félagar. Sigurvegarar í Eurovision á Spáni og framlag Spánverja í úrslitakeppninni á Ítalíu í vor. Manuel Queimadelos Alonso/Getty Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið. Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið.
Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira