Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 11:08 Frá Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira