Innlent

Karl­mennirnir voru fimm en ekki fjórir

Eiður Þór Árnason skrifar
Störfin voru auglýst laus til umsóknar í janúar. 
Störfin voru auglýst laus til umsóknar í janúar.  Vísir/Vilhelm

Þrír einstaklingar sóttu um stöðu fréttastjóra RÚV og dagskrárstjóra Rásar 2 til viðbótar við þá sem greint var frá í gær. Umsækjendurnir þrír drógu umsókn sína til baka áður en listinn var birtur en venja er fyrir því að RÚV hafi samband við umsækjendur áður en nöfn þeirra eru gerð opinber.

Þetta kemur fram í skriflegu svari RÚV við fyrirspurn fréttastofu. Ekki kom fram í frétt sem RÚV birti í gær að fleiri hafi upphaflega sótt um stöðurnar. Nöfn þeirra fást ekki uppgefin en um er að ræða karlmann sem sóttist eftir starfi fréttastjóra og tvær konur sem sóttu um dagskrárstjórastöðuna.

Eftir stendur að fjórir vilja verða næsti fréttastjóri og fimm dagskrárstjóri Rásar 2, líkt og greint var frá í gær. Rakel Þorbergsdóttir hætti sem fréttastjóri um áramót. Um svipað leyti lét Baldvin Þór Bergsson af störfum sem dagskrárstjóri Rásar 2 og tók við sem ritstjóri Kastljóss.

Umsækjendur um starf fréttastjóra

  • Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV.
  • Valgeir Örn Ragnarsson, fréttamaður hjá RÚV.
  • Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS.
  • Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Umsækjendur um starf dagskrárstjóra Rásar 2

  • Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri.
  • Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri.
  • Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur.
  • Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2.
  • Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri.

Tengdar fréttir

Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV

Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar?

Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×