Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2022 14:04 Þau virðast vera óárennileg húsakynni Ríkisútvarpsins við Efstaleiti, en fjölmargir velta því nú fyrir sér hvers vegna svo fáir sækja um stöðu fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2. vísir/vilhelm Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. „Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira